top of page

Dr. Gísli Kort Kristófersson

Sérfræðingur í geðhjúkrun

Gísli Kort tekur ekki inn nýja skjólstæðinga eins og er.

Gísli útskrifaðist úr hjúkrunarfræði úr HÍ árið 2004, með sérnám í geðhjúkrunarfræði 2008 í geðhjúkrun fullorðinna frá University of Minnsota og doktorsgráðu frá sama skóla árið 2012. Gísli bætti svo við sig frekara námi í barna og unglingageðhjúkrun 2015 frá University of Minnesota. Gísli hefur reynslu, þekkingu og þjálfun í nokkrum ólíkum samtalsmeðferðarnálgunum. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi, á legudeildum og í þverfaglegum samfélagsteymum og göngudeildarþjónustu bæði barna og fullorðinna.

Gísli er með sérfræðiréttindi í geðhjúkrun bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Ásamt klínískri vinnu með skjólstæðingum starfar Gísli að kennslu og fræðastörfum við erlenda og innlenda Háskóla.

Dr. Gísli Kort Kristófersson

Sérhæfing:

Geðheilbrigði og geðrænn vandi karlmanna
Streita, kulnun og álag
Samþætt nálgun
Núvitund
Áfengis og vímuefnavandi

bottom of page