top of page

Haukur Svansson

Ráðgjafi

Haukur veitir heilbrigðisráðgjöf og sálrænan stuðning hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni og vinnur með skjólstæðingum að sjálfeflingu í tengslum við króníska sjúkdóma, þ.m.t. langvinna verki. Haukur gefur einnig kost á stuðningi og ráðgjöf við aðstandendur langveikra einstaklinga. Krónískir sjúkdómar hafa umtalsverð áhrif bæði á sjúklinga og fjölskyldur þeirra og mikilvægt er að ávarpa bæði núverandi vandamál og ókomin vandamál til að stuðla að heilbrigðum samskiptum og vellíðan.

Skjólstæðingum er vísað áfram á aðra fagaðila eftir þörfum, t.a.m. sálfræðinga og lækna. Vert er að undirstrika að í starfi sínu hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni mun Haukur ekki skrifa lyfseðla, og eftir tilfellum mun Haukur vinna í samráði við aðra fagmenn stofunnar.

Haukur hefur starfað víða innan heilbrigðiskerfisins og kynnst ólíkum sviðum innan sálfræði og læknisfræði í starfi og námi á Íslandi, Kýpur og í Danmörku. Haukur er á fimmta ári í læknisfræði við Árósarháskóla en hann tók fyrstu þrjú árin við European University of Cyprus. Haukur er einnig með B.S. gráðu í sálfræði með líffræðilega mannfræði að aukagrein og hefur lokið diplómu í hnattrænni heilsu frá Háskóla Íslands. Haukur kom að því að stofna DM félag Íslands sem er fyrir sjúklinga með vöðva- og spennuvisnun (e. myotonic dystrophy) og aðstandendur þeirra. Hann var formaður félagsins um tíma.

Haukur Svansson

Haukur gefur kost á almennri heilbrigðisráðgjöf, t.a.m. á þeim sviðum sem nefnd eru hér fyrir neðan:

Sérhæfing:
• Heilbrigðisvegvísun
• Einstaklingsbundinn ráð um almenna forvörn í tengslum við lífsstílstengda sjúkdóma.
• Bjargráð fyrir andlega heilsu.
• Heilsufarsráðgjöf.
• Heilsa og hreyfing.
• Geðrækt.
• Sjálfsefling.
• Heilbrigð samskipti.

bottom of page