top of page

Inga Dagný Eydal

Hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi

Inga Dagný er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í núvitund og ACT. Hún hefur mikla reynslu af ráðgjöf og stuðningi við einstaklinga meðal annars vegna kulnunar, langvarandi veikinda og streitu. Inga Dagný er höfundur bókarinnar Konan sem datt upp stigann, – saga af kulnun sem kom út hjá Forlaginu JPV árið 2020. Í bókinni fjallar Inga um eigin reynslu af kulnun auk m.a. hugleiðinga frá ýmsum hliðum um heilsu kvenna og streituvanda.

Menntun
Inga Dagný útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 1996 og hefur víðtæka starfsreynslu á sviði hjúkrunar. Hún lauk einnig diplómagráðu í menntunarfræðum 2012 og vann m.a. sem stundakennari við fullorðinsfræðslu hjá Símey um árabil.

Hefur lokið þjálfun sem leiðbeinandi í núvitund frá School of Positive transformation í Colorado.
Áhugasvið í meðferð: Núvitund og ACT (Acceptance and Committment Therapy) eða Sáttar og Atferlismeðferð.

Námskeið sem hún hefur lokið.
- Námskeið í ACT (Sáttar og atferlismeðferð) fyrir fagaðila hjá Russ Harris með Psychwire; ACT for beginners og ACT as a brief intvervention.
- Leiðbeinendaþjálfun í núvitund og hugleiðslutækni frá School of Positive Transformation. Leiðb. Dr.Itai Ivtzan.
- Námskeið í samtalstækni hugrænnar atferlismeðferðar á vegum geðsviðs LSH fyrir fagfólk í heilbrigðisþjónustu.
- Námskeið á vegum Krabbameinsfélags Íslands um börn og áföll.
- Námskeið um vefjagigt fyrir heilbrigðisstarfsfólk hjá Þraut.
Auk fjölda annarra námskeiða um hjúkrun, kennslu og stjórnun.

Inga Dagný fékk starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur árið 1996.

„Ég hef verið hjá Ingu í ráðgjöf. Ég hef tileinkað mér margt sem hún lagði til í mínu daglega lífi og er í engum vafa um að hennar ráð hafa hjálpað mér mikið og munu gera það um ókomna tíð!!

Ónafngreindur skjólstæðingur

Inga Dagný Eydal

Veitir eftirfarandi þjónustu:
- Ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur
- Fræðslu og námskeið

bottom of page