Karen Júlía Sigurðardóttir
Yfirsálfræðingur áfallaþjónustu
Sendið fyrirspurnir um bókanir á mottaka@heilsaogsal.is
Karen lauk B.Sc. gráðu frá Acadia University í Kanada árið 1999 og cand.psych gráðu frá Háskóla Íslands árið 2003, með áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna og barna.
Karen er með langa og fjölbreytta reynslu sem sálfræðingur. Hún byrjaði feril sinn sem sálfræðingur við skóla fyrst á Skólaskrifstofu Austurlands og síðar á Akureyri. Einnig hefur hún sinnt afleysingarstöðu á barna- og unglingageðdeild SAk og starfað sem sálfræðingur í Menntaskólanum á Akureyri.
Frá árinu 2014 hefur Karen starfað á göngudeild geðdeildar SAk þar sem hún sinnir greiningu og meðferð á ýmsum geðröskunum fullorðinna og hefur síðustu ár sérhæft sig í meðferð við áfallastreituröskun, sérstaklega fyrir þolendur ofbeldis. Karen hefur einnig starfað á stofu frá 2010.
„Karen vann með mér í gegnum erfiða áfallareynslu. Hún hjálpaði mér að skilgreina mig eftir það sem ég varð fyrir og ég er sterk í dag. Hún er örugg og hlýleg.“
Ónafngreindur skjólstæðingur