top of page

Regína Ólafsdóttir

Sálfræðingur

Regína útskrifaðist sem sálfræðingur (Cand. Psych.) frá Háskólanum í Árósum árið 2007. Hún starfaði fyrstu 10 árin á Landspítalanum á vefrænum deildum og á barna- og unglingageðdeild. Árið 2016 flutti hún ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri þar sem hún starfaði á göngudeild geðdeildar SAk, í barna- og unglingageðteymi SAk og hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Árið 2020 flutti hún aftur til Reykjavíkur og starfaði sem sérfræðingur hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóð á árunum 2020-2022. Einnig starfaði hún hjá Seiglu sálfræði- og ráðgjafastofu.
Nú starfar hún hjá barna-og unglingageðdeild Landspítalans samhliða störfum hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.

Regína er nú búsett í Reykjavík og sinnir staðviðtölum í útibúi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar á Lækjartorgi 5, Reykjavík og einnig fjarviðtölum.

Regína hefur lokið tveggja ára diplómanámi í hugrænni atferlismeðferð og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði árið 2018.

„Regína er skemmtileg og það var gott að tala við hana. Ég hitti hana í fjarviðtölum í greiningu og hún leiddi mig áfram í því öllu.“

Ónafngreindur skjólstæðingur

Regína Ólafsdóttir

Regína sérhæfir sig í greiningar og meðferðarvinnu við:

ADHD
Kvíða
Áfallastreitu
Lágu sjálfsmati
Að takast á við erfiðar upplifanir eins og alvarleg veikindi

Í meðferðarvinnu notast hún fyrst og fremst við gagnreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og hugræna úrvinnslumeðferð/cognitive processing therapy við áfallastreitu.

bottom of page