top of page

Um stofuna

Heilsu- og sálfræðiþjónustan_191.jpg

Heilsu og sálfræðiþjónustan var stofnuð í mars 2021 af Sigrúnu V. Heimisdóttur, sálfræðingi. Öflugt fagteymi tók til starfa í kjölfarið með það að leiðarljósi að veita vandaða þjónustu fyrir fólk á öllum aldri. Markmið faghópsins er að vinna með heilsueflingu á víðum grundvelli með hefðbundinni þjónustu en geta einnig veitt sérhæfða þjónustu þegar þess þarf. Sérhæfing er á sviði tilfinningavanda, langvinnra veikinda, áfalla- og streituraskana, uppeldis-, fjölskyldu- og foreldraráðgjafar.

 

Við störfum í þverfaglegum teymum og mætum þannig þörfum þeirra skjólstæðinga sem þurfa sérhæfða þjónustu s.s. vegna langvinnra heilsufarsvandamála. Teymisvinna gengur út á samvinnu. Þar er skjólstæðingurinn í lykilhlutverki á þeirri vegferð að hámarka lífsgæði sín og heilsu, en með byr í seglin frá teyminu sem umlykur hann. Fagteymið hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni leggur áherslu á samvinnu og virðingu við skjólstæðinga ásamt því að eiga samstarf við aðra í heilbrigðisþjónustu, til að samfella í þjónustu geti verið sem best.  

Stofan þjónustar Norðurland eystra með starfsstöð á Akureyri en einnig er veitt fjarþjónusta fyrir fólk óháð staðsetningu.

 

Einnig er veitt bráðaþjónusta fyrir einstaklinga sem hafa lent í áföllum eða eru með mjög aðkallandi sálfélagslegan vanda og þarfnast tíma innan fárra sólarhringa.​

Þjónusta:

  • Einstaklingsþjónusta

  • Barna-, unglinga- og fjölskylduþjónusta

  • Pararáðgjöf

  • Hópmeðferðir og námskeið

  • Lífsstíll og heilsuráðgjöf

  • Fyrirlestrar og kennsla

  • Vinnustaðaþjónusta

  • Áfallahjálp​

Öll almenn sálfræðiþjónusta er veitt á faglega breiðum grunni fyrir börn og fullorðna. Notaðar eru gagnreyndar aðferðir s.s. Hugræn atferlismeðferð, Acceptance and Commitment Therapy (ACT), Compassion Focused Therapy, EMDR meðferð, Narrative Exposure Therapy (NET), Cognitive Processive Therapy, Dialectical Behaviour Therapy (DBT) o.fl.

Stofan er í mjög góðu húsnæði þar sem eru 5-8 viðtalsherbergi, hópherbergi/fundarsalur, góð starfsmannaaðstaða og aðgengi er til fyrirmyndar. Lyfta er í húsinu. Heilbrigðiseftirlit hefur vottað að húsnæðið uppfylli skilyrði og gæðavísa.

Áhersla er á starfsánægju og gróanda í starfshópnum okkar. Til að geta starfað af heilindum sem fagmaður er mikilvægt að huga að eigin heilbrigði og vellíðan. Því er lögð áhersla á að vinnustaðurinn sé heilsuverndandi. Að hver og einn geti vaxið og dafnað bæði sem fagmaður og einstaklingur. Það er nærandi að vera hluti af góðri liðsheild og saman deilum við áhuga og leggjum okkur fram til heilsueflingar með skjólstæðingum okkar.

Til að tryggja gæði þjónustunnar eru haldnir reglulegir teymisfundir og starfsmenn sækja sér handleiðslu og endurmenntun. Stofan hefur vottun heilbrigðiseftirlits og starfsleyfi frá Landlæknisembætti.

bottom of page